Fyrir skáld er í senn óhemju spennandi og mjög ógnvekjandi þegar ný bók er í burðarliðnum. Þannig er mér farið. Bók ljóða er nú í umbroti og kápugerð og kemur út hjá forlaginu Dimmu í sumar. Ég gæti ekki hugsað mér betri og vandaðri bókaútgáfu til að fóstra þessa nýju ljóðabók, en Dimma gaf einnig út síðustu ljóðabókina mína, Í senn dropi og haf, árið 2019.
Meira síðar …


Ég hlakka til að lesa hana.
Líkar viðLíkar við