Morgunblaðið

Hér á eftir fara bæði umfjallanir um verk mín í Morgunblaðinu gegnum tíðina og sýnishorn af þeim viðtölum og umfjöllunum sem ég hef skrifað sjálf í blaðið, oftast sem blaðamaður, allt frá 1979

Manneskjusaga

Morgunblaðsviðtal (05.11.2018)

MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018
Vala Hafstað

Allar bjargir bannaðar

Steinunn Ásmundsdóttir segir að efniviður Manneskjusögu hafi valið sig

Þetta er saga sem hvíldi á mér og þurfti að vera sögð,“ segir Steinunn Ásmundsdóttir um nýútkomna bók sína, Manneskjusögu, sem er jafnframt fyrsta skáldsaga hennar, en áður hafa komið út eftir hana fimm ljóðabækur. „Þessi efniviður valdi
mig, en ekki ég hann. Ég gat ekki haldið áfram að skrifa fyrr en ég var búin að koma sögunni frá mér. Hún er byggð á sönnum atburðum sem ég sviðset og því er þetta í rauninni skáldævisaga.“
Manneskjusaga er ævisaga Bjargar, sem ættleidd er af hjónum í Reykjavík. Frá barnæsku glímir hún við félagsfælni og einelti og finnst hún stöðugt utanveltu í þjóðfélaginu – bæði í skólanum og í fjölskyldunni. Um fermingu krefst hún þess að fá að hitta blóðföður sinn, en eftir að hafa dvalið hjá honum um tíma úti á landi á hún sér ekki viðreisnar von. Við taka ár geðröskunar, fátæktar og vonlausrar baráttu við kerfið. Bókin lýsir ekki aðeins þjáningum Bjargar heldur einnig fjölskyldu hennar, í þjóðfélagi sem veitir engin úrræði.
„Björgu er aldrei gefið tækifæri í samfélaginu. Hún glímir við einhverja röskun sem enginn kann að mæta eða vinna með á þessum tíma, mögulega einhverfu,“ segir Steinunn. „Sem barn hefði hún þurft að fá hjálp til að fóta sig, og ekki síður sem ung kona sem búið var að brjóta niður. Ljótasti karlinn í sögunni er tíðarandi þessa tíma.“
Steinunn viðurkennir að ákveðin kaldhæðni sé í vali hennar á nafni aðalpersónunnar, Bjargar. Hún er manneskja sem allar bjargir eru bannaðar.

– Björg fæddist 1959. Hugsar þjóðfélagið okkar betur um slíka einstaklinga í dag?

„Í dag fæst bæði sjúkdómsgreining við ýmsum röskunum og meðferð. Nú er fórnarlömbum kynferðisofbeldis heldur ekki útskúfað og þau fá andlegan stuðning. Það er líka hægt að ræða þessa hluti núna sem enginn minntist á í þá daga. Þöggunin var alger. Margt hefur breyst til hins betra en auðvitað er þjóðfélagið í dag langt í frá fullkomið í þessu sambandi.“
Steinunn er sannfærð um að bókin eigi erindi við marga: „Ég er viss um að Manneskjusaga ratar til sinna. Þetta er saga sem
margir geta speglað sig í sem hafa þekkt einhvern eins og Björgu.“
Steinunn fæddist í Reykjavík 1966. Um þrítugt settist hún að á Egilsstöðum, þar sem hún stofnaði fjölskyldu og vann sem blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins í tæpan áratug. Hún ritstýrði síðan héraðsfréttablaðinu Austurglugganum um skeið, en lagði fjölmiðlastörf á hilluna fyrir nokkrum árum til þess að einbeita sér að ritstörfum. Og andagiftin lætur ekki á sér
standa. Í fyrra gaf hún sjálf út ljóðabókina Hina blíðu angist, sl. vor kom út eftir hana ljóðabókin Áratök tímans, bók 70 ljóða, og nú Manneskjusaga.

– Það er stórt stökk að fara frá því að yrkja ljóð og yfir í að skrifa skáldsögu.

„Sem blaðamaður er ég alvön að skrifa texta, en það sem hræddi mig mest við skáldsöguna var að skrifa trúverðug samtöl. En þegar upp var staðið reyndist mér það létt. Ég fer yfirleitt burt til að skrifa, fæ lánuð mannlaus hús í sveitinni, hef ekki samband við neinn og einbeiti mér algerlega að skrifunum. Ég aftengi mig öllu og sökkvi mér niður í skrifin. Það sem ég þurfti að passa upp á fyrst og fremst var að textinn hefði innra samhengi og flæddi vel. Ég skrifaði bókina í nokkrum áföngum og textinn streymdi til mín.“

– Hvað varð til þess að þú ákvaðst að einbeita þér að ritstörfum?

„Ég þurfti að hægja á mér, hætta að hlaupa uppi fréttir í heilum landsfjórðungi, frá hálendi til strandar, bæði til að bjarga anda mínum og finna út hvort ég gæti ennþá sett mig í samband við rithöfundinn innra með mér. Einu sinni var ég ungt Reykjavíkurskáld, en það er ekki hægt að vera ungskáld endalaust og því gekk ég á hólm við sjálfa mig til að fá úr því skorið hvort ég ætti enn eitthvað inni í skáldskapnum og svo reyndist vera. Þegar ljóðabókin Áratök tímans kom út í maí voru liðin 22 ár frá því seinasta ljóðabókin mín kom út. Ég gaf reyndar sjálf út lítið ljóðakver í fyrra, sem eru minningar frá dvöl minni í Mexíkó. Það er mikil ánægja í því fólgin að finna að mér hefur
tekist að koma þessari tengingu við skáldgyðjuna á aftur.“

– Stefnirðu að því að skrifa fleiri skáldsögur?

„Ég er strax komin með frumdrög að næstu skáldsögu og ég held áfram að yrkja ljóð. Satt að segja verður mér allt að ljóði. Ég viðra stundum ljóðin á vefsíðunni minni, Yrkir.is, áður en ég gef þau út. Í vetur ætla ég svo að skrifa aðra sögu. Hún valdi mig, en ekki ég hana, rétt eins og var með Manneskjusögu. Ég ætla að skrifa það sem eftir er ævinnar. Það gerir mig hamingjusama.“

Fyrsta birta sagan:
Ærslafulli páfagaukurinn, 1979

Umfjallanir um rit Steinunnar:


Fyrir 1996, umfjallanir um ljóðabækur Steinunnar o.fl.

Þröstur Helgason um Hús á heiðinni, 1996
Kristján Kristjánsson um Dísyrði 1993
Jóhann Hjálmarsson um Einleik á regnboga 1989
Viðtal Guðrúnar Guðlaugsdóttur við Steinunni vegna útkomu Einleiks á regnboga 1989
Grein um Ljósvíkinga, hóp skálda og tónlistarmanna 1992
Tilkynning frá Almenna bókafélaginu um bókaútgáfu

… Af nýju efni, sem þarna var frumflutt, er kannski helst að nefna ljóð Steinunnar Ásmundsdóttur. Hún hefur ekki gefið út bók og var nefnd þarna í gamni skáld götunnar. Það var viss ferskleiki í ljóðunum sem hún las sem virðast lofa góðu.
Umfjöllun um Besta vin ljóðsins 1989


Jóhannes Hjálmarsson, um tímaritið Andblæ, 1995

Afmælishátíð Almenna bókafélagsins september 1989


Viðtöl

Valin viðtöl sem Steinunn skrifaði í Mogga:

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson skáld og útgefandi, 1988:


Ágústa Þorkelsdóttir á Refsstað, 2005:


Albert Eiríksson matgæðingur og lífskúnstner, 2006:


Ásgeir Þórhallsson hvítaskáld, 2007:


Auður Anna Ingólfsdóttir hótelstjóri, 2002:


Björg Jóhannsdóttir og Steingrímur Eyfjörð, 2000:


Charles Ross heimstónlistarmaður, 2001:


Erna Indriðadóttir blaðamaður, 2006:


Eymundur Magnússon, Móður jörð, lífrænn bóndi, 2003:


Gianni Porta, Impregilo, Kárahnjúkavirkjun, 2006:


Guðrún Sigurðardóttir listamaður og kennari, 2002:



Helgi Hallgrímsson, útkoma Á sprekamó, 2005:


Helgi Hallgrímsson, útkoma Lagarfljótsbókar, 2005



Inga Lísa Middleton myndlistar- og kvikmyndagerðarmaður, 1988:



Jón Úlfarsson bóndi á Eyri við Fáskrúðsfjörð, 2007:




Kjartan Ólafsson, Háskólanum á Akureyri, 2006:



Magnús Stefánsson, skólastjóri og útgefandi, 2008:


Páll Þórðarson, nanósérfræðingur (nú prófessor í efnafræði, University of New South Wales (UNSW) og forstjóri UNSW RNA Institute Sydney, Ástralíu), 2005:


Paul McCarthy og Jason Rhoades listamenn, 2004:


Pétur Heimisson læknir, 2005:


Ríkharður Valtingojer listamaður, 2003:


Rúna Þorkelsdóttir listamaður, 2005:



Sigfús Vilhjálmsson í Mjóafirði, 2006:


Signý Ormarsdóttir fatahönnuður, 2002:


Sigrún Björgvinsdóttir rithöfundur, 2004:

Sigurður Sigþórsson, uppfinningamaður lífsvélarinnar, 2003:



Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi, 2004:


Skarphéðinn G. Þórisson og Ragnhildur Rós Indriðadóttir, 2006:



Valdimar Benediktsson framkvæmdastjóri, 2003:


Völundur Jóhannesson í Grágæsadal, 2007:


Völundur Jóhannesson, minningarorð, 2022


Þórhallur Þorsteinsson, Karen Erla Erlingsdóttir og Skarphéðinn G. Þórisson um virkjanamál, 2006:

Umfjallanir:


Áhrif virkjunar á Fljótsdalshérað, 2003:


Er Austurland samkeppnishæft? 2005:


Fljótsdalsstöð 2006:


Georg Walker jarðvísindamaður og Breiðdalssetur, 2008:


Um þátt Hönnu G. Sigurðardóttur, Vítt og breitt, á RÚV, 2008:


Jóhannes S. Kjarval, Kjarvalsstofa, 2002:


Kárahnjúkar á jólum 2003:


Kárahnjúkavirkjun, Yrsa Sigurðardóttir o.fl., 2006:



Lífið eftir virkjun, Andri Snær Magnason o.fl.,2006:


Nobelit, 2008


Óperustúdíó Austurlands, 2001:


Slavoj Zizek, 2008


Öxi, 2008:




Umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs, 1997:


Um réttindamál fatlaðra, 1994:


Vatnsréttindi, 2006:


Vinnandi menn, 1999:


Vinnuafl, virkjun og stóriðja, 2006:


Vinnubúðir við Kárahnjúkavirkjun, 2003:

– Steinunn Ásmundsdóttir er rithöfundur og ljóðskáld –