O R Ð L I S T

Steinunn Ásmundsdóttir (ljósm. Valgarður Gíslason)

ORÐLIST er vefur Steinunnar Ásmundsdóttur, rithöfundar, ljóðskálds og blaðamanns.

Velkomin á Orðlist.is!

Ég stofnaði til vefsins árið 2016 (þá undir nafninu Yrkir) og nýti hann til að halda utan um og birta talsvert af höfundarverki mínu. Það innifelur einkum ljóð og sögur; ýmist þegar útgefið eða áður óbirt efni, þýðingar, ýmsar greinar og umfjallanir, hugleiðingar, minningargreinar og jafnvel drauma …

Sjá nánar í efnisyfirliti efst t.v.

.

Ljóðin eru hér í hundraðavís, flokkuð eftir prentuðum bókum og efnistökum, birt eru óprentuð ljóð, þýðingar þeirra og þýðingar mínar á ljóðum annarra, auk nýskapaðra og alveg hrárra ljóða sem ég hef gaman af að hengja út á þvottasnúru alheimsins og láta aðeins taka sig áður en þau fara í frekara snikk. Sögur eru skáldsögur og sannsögur (creative nonfiction), smásögur og frásögur, ýmist prentaðar eða óprentaðar, sem hljóðbækur (audio) eða rafbækur (e-book). Í Safnrit setti ég ljóð mín sem birst hafa í safnritum ýmsum. Undir Media er umfjöllun fjölmiðla um bækur mínar og auk þess eru þar hugleiðingar ýmsar og skrif mín í fjölmiðla, tímarit og bækur gegnum tíðina, bæði úr blaðamennskutíð og persónulega. Info er alls konar upplýsingar: um höfundinn, umfjallanir fólks og fjölmiðla um verk mín, hvað er á döfinni hjá mér og hitt og þetta annað. O.fl.

.

HUGLEIÐINGAR:

NÝTT NAFN – SAMI VEFUR

Kæri lesandi.Hugverkavefur minn og hugverkaútgáfa heita nú ORÐLIST og eru á vefslóðinni orðlist.is og ordlist.is.Ég hef sumsé selt lén mitt Yrkir (stofnað 2016) í kjölfar þess að eftir því var falast, enda núorðið til yrki, yrkja, yrkjusjóður, yrkill, yrkið, yrkjur o.s.fr. og Yrkir minn því orðinn nokkuð innikróaður. Velkomin á ORÐLIST! Kær kveðja,Steinunn .

2024

NÝTT ÁR FER Í HÖND / nú þarf að æfa sig / á nýja ártalinu / yfirskrifa vöðvaminnið / hafa nýtt ár í huga / uns það verður ósjálfrátt / og smám saman hluti / af núliðinni framtíð / – og fortíð / er heldur ekki / lengur viss um að / taka beri /…

.

.

Ég opna hjarta mitt,
þetta innmúraða búr ljóða minna
og sendi þau eins og fugla
út meðal fólksins –
veit að sum þeirra
eiga í vök að verjast
eins og snjótittlingarnir
í hvítu kófi janúarbyljanna.
Önnur skipta sér niður á bæina
eins og hrafninn.

Matthías Johannessen, Sálmar á atómöld, 1966



Tibi ipsi estu fideles!