Nú hef ég lokið því ætlunarverki mínu að flytja ORÐLIST.is (áður yrkir.is) um set úr Joomla yfir í WordPress-umhverfi. Ég notaði tækifærið og tók til í vefnum og hann ætti því að vera þokkalegur, en auðvitað áfram í vinnslu.

Sem fyrr er ORÐLIST.is birtingarvettvangur skáldskapar míns og ýmissa greina úr blöðum og tímaritum, þátta úr útvarpi o.fl.
ORÐLIST hefur einnig tekist það hlutverk á hendur að vera hugverkaútgáfa, gaf til dæmis út ljóðakverið Hin blíða angist, ljóð frá Mexíkó árið 2017 (þá Yrkir) og skáldsöguna Ástarsögu í prent-, hljóð- og rafbókarformi (þá Yrkir).
Kíkið á efnisyfirlitið og finnið ykkur þar eitthvað bitastætt að skoða!

Mér finnst viðtölin þín í Bændablaðinu alveg yndisleg. Takk fyrir þau.
Líkar viðLíkar við