Þar sem ég gramsa í gömlum pappírum, 10 cm háum stafla af sendibréfum frá gömlum og mætum vini mínum, fann ég í handriti spænska þýðingu ljóðsins Herðubreið. Það er einmitt ljóð sem mér þykir alltaf fjarskalega vænt um og birtist í ljóðabók minni Dísyrðum árið 1992. Þetta var óvæntur fundur.
Ég hef sem sé sent vini mínum þetta í bréfi frá Mexíkó meðan ég bjó þar en ekki geymt þýðinguna sjálf. Þess ber að geta að síðast þegar ég átti stórafmæli skenkti þessi gamli góði vinur minn mér í afmælisgjöf öll bréf sem ég hafði sent honum gegnum tíðina, taldi þau best komin hjá mér, en geymdi að vísu ljósrit fyrir sjálfan sig. Ferðalagið sem felst í því að lesa sjálfa sig tugi ára til baka er furðulegt og dýrmætt.
Birti hér til gamans þýðinguna, hún var unnin af góðri konu sem ég kynntist í Mexíkó en sú hvarf í pólitískum hreinsunum, eins og svo margir aðrir.
Herðubreið Un poema sobre la reina de la montaña islandesa Herðubreid Herðubreið - Tu estas todavia ahi vestidas de nubes alredeor de tus hombros ondea la niebla de luces y colores viejo y sabio hueco por dentro y los dioses viven en el pico gigantes al pie de la montaña eres un director destino del agua y los vientos fuego y hielo el que tiene el coraje de escalar tu cara con soga y hacha un grano tan pequeño del polvo del universo.





























